
Sjálfbærniuppgjör
Skýrsla stjórnar
Fagkaup ehf. er samstæða 11 íslenskra rekstrareininga, sumar með rætur aftur til ársins 1927 og voru upphaflega rekin sjálfstætt. Félagið starfar á fyrirtækjamarkaði og veitir virðisaukandi þjónustu fyrir iðnaðar- og byggingageirann. Það rekur 22 starfsstöðvar um land allt.
Sjálfbærniuppgjör Fagkaupa ehf. fyrir árið 2024 er unnið samkvæmt UFS-leiðbeiningum Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum frá árinu 2019. Þær byggja á leiðbeiningum frá 2015 sem unnar voru af Sameinuðu þjóðunum, Sustainable Stock Exchange Initiative og vinnuhópi innan World Federation of Exchanges. Einnig er stuðst við viðmið GRI Standards (GRI 100–400) og meginreglur UN Global Compact.
Fagkaup ehf. nýtir stafrænar lausnir Klappa grænna lausna hf. til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni við söfnun, úrvinnslu og miðlun gagna tengdra sjálfbærni. Stjórn og forstjóri staðfesta með undirritun sinni sjálfbærniuppgjör félagsins fyrir árið 2024.
Sækja skýrslu

Bogi Þór Siguroddsson
Stjórnarformaður / Eigandi

Linda Björk Ólafsdóttir
Stjórnarmaður / Eigandi

Úlfar Steindórsson
Stjórnarmaður

Haraldur Líndal Pétursson
Forstjóri
Skýrsla og áritun

Klappir grænar lausnir hf., (Klappir) hafa aðstoðað við gerð sjálfbærniuppgjörs fyrir Fagkaup. Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma helstu upplýsingar um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti Fagkaupa.
Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á sjálfbærniuppgjörinu
Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ófjárhagslegra upplýsinga, þ.m.t. upplýsingar um umhverfisþætti, samfélagsþætti, og stjórnarhætti, samkvæmt 66. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.
Staðfesting Klappa
Við höfum skipulagt og hagað vinnu okkar í samræmi við meginreglur Greenhouse Gas Protocol aðferðafræðinnar sem kveða á um að framsetning upplýsinga um losun gróðurhúsalofttegunda verði að vera lýsandi, nákvæm, heilleg, samræmd og gagnsæ. Einnig hefur vinnunni verið hagað í samræmi við UNGC, Nasdaq ESG, SDG og GRI en tenging við þessa staðla er dregin fram í uppgjörinu. Þar að auki hefur verið horft til væntanlegs Evrópustaðals, Draft ESRS E-1 Climate Change. Ég staðfesti hér með, með undirskrift minni, að þau gögn Fagkaupa sem birt eru í sjálfbærniuppgjöri þessu vegna tímabilsins 1. janúar 2024 - 31. desember 2024, hafa verið yfirfarin og metin af sjálfbærnisérfræðingum Klappa eftir bestu vitund. Gögn tengd félagslegum þáttum og stjórnarháttum voru ekki yfirfarin af Klöppum. Klappir bera ekki ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli þeirra upplýsinga sem hér birtast.
Forstjóri
Jón Ágúst Þorsteinsson