
Fullt út úr dyrum á NKT réttindanámskeiði
1.11.2025

Vikuna 27.-31. Október var haldið réttindanámskeið fyrir starfsfólk veitna og verktaka í meðhöndlun á millispennu tengibúnaði frá NKT. Til landsins komu þjálfarar frá NKT sem þjálfuðu ríflega 20 manns á hverjum degi. Niðurstaðan var að 116 þátttakendur voru útskrifaðir með réttindi til vinna með 12-36 kV búnað (SOJ, SOT og CSE) frá NKT. Á námskeiðinu var tækifærið nýtt til að kynna búnað frá Elpress eins og tengihólka, tengiskó, pressur og strengklippur svo eitthvað sé upp talið. Einnig voru strengverkfæri frá Penta (Alroc) til sýnis og fengu þátttakendur tækifæri á að prófa ýmis verkfæri.
Gríðarlegur áhugi er á námskeiði sem þessu þegar rætt var við talsmenn veitnanna og því komust færri að en vildu. Því miður var ekki hægt að bjóða öllum þeim verktökum sem við hefðum viljað í þetta skiptið en úr því verður bætt við fyrsta tækifæri.

