Hafa samband

Fagkaup þakkar viðskiptavinum sínum fyrir þátttöku í Gefum Saman

15.1.2026

Fagkaup þakkar viðskiptavinum sínum fyrir þátttöku í Gefum Saman

Í aðdraganda jólanna hélt Fagkaup áfram þeirri hefð að styðja björgunarsveitir landsins í stað þess að senda hefðbundnar jólagjafir til viðskiptavina. Verkefnið ber heitið Gefum Saman og byggir á einfaldri hugmynd. Viðskiptavinir Fagkaupa velja sjálfir hvaða björgunarsveit fær þeirra framlag og senda henni persónulega kveðju.

Í ár bárust alls 541 kveðja. Hver þeirra skipti máli. Fyrir Fagkaup er þetta fyrst og fremst samstarfsverkefni með viðskiptavinum sem þekkja vel mikilvægi björgunarsveita. Margir starfa við krefjandi aðstæður þar sem öryggi og viðbragðsgeta skipta sköpum.

Við erum þakklát öllum sem tóku þátt. Kveðjurnar bera með sér virðingu og einlægt þakklæti til þeirra sem sinna þessu ómetanlega starfi víðs vegar um landið. Þær minna okkur á að samfélagsleg ábyrgð blómstrar í samvinnu.

Með Gefum Saman vill Fagkaup halda áfram að styðja starfsemi björgunarsveita á markvissan hátt og á sama tíma draga úr óþarfa gjafakaupum. Verkefnið er orðið fastur hluti af jólaundirbúningi fyrirtækisins og viðskiptavina þess.