
Varma & vélaverk

Varma & vélaverk varð til við sameiningu Varmaverks og Vélaverks. Varmaverk var stofnað 1985 af Jónasi Matthíassyni og sérhæfði sig í hönnun hitaveitna og orkuvera, þar á meðal í Svartsengi. Vélaverk var stofnað 1996 af Rúnari Magnússyni og vann að orkuráðgjöf, hönnun og innflutningi á búnaði.
Eftir umboð fyrir KSB og SEW Eurodrive jókst áhersla á sölu og þjónustu við orku- og ketilkerfi. Fyrirtækin sameinuðust 2010 undir nafninu Varma & vélaverk og fluttu síðar starfsemi sína að Knarrarvogi 4.
Varma & vélaverk tók yfir rekstur Rastar 2011 og fékk umboð fyrir Alfa Laval. Árið 2020 tók Johan Rönning við rekstrinum og árið 2021 sameinaðist fyrirtækið Fagkaup.
vov.is
Staðsetningar



