Hafa samband

Varma & vélaverk

Varma & vélaverk varð til við sameiningu Varmaverks og Vélaverks. Varmaverk var stofnað 1985 af Jónasi Matthíassyni og sérhæfði sig í hönnun hitaveitna og orkuvera, þar á meðal í Svartsengi. Vélaverk var stofnað 1996 af Rúnari Magnússyni og vann að orkuráðgjöf, hönnun og innflutningi á búnaði.

Eftir umboð fyrir KSB og SEW Eurodrive jókst áhersla á sölu og þjónustu við orku- og ketilkerfi. Fyrirtækin sameinuðust 2010 undir nafninu Varma & vélaverk og fluttu síðar starfsemi sína að Knarrarvogi 4.

Varma & vélaverk tók yfir rekstur Rastar 2011 og fékk umboð fyrir Alfa Laval. Árið 2020 tók Johan Rönning við rekstrinum og árið 2021 sameinaðist fyrirtækið Fagkaup.

vov.is

Staðsetningar

Varma og vélaverk

Varma & vélaverk

Reykjavík

Opið er virka daga: 08:00 til 16:00

Lokað um helgar

Staðsetning á korti