
Johan Rönning

Johan Rönning var stofnað árið 1933 af Norðmanninum Johan Rönning. Hann kom fyrst til Íslands árið 1921 til að vinna við háspennutengingar í Elliðárvirkjun.
Árið 1926 sneri hann aftur að beiðni Steingríms Jónssonar, eins helsta frumkvöðuls rafvæðingar á Íslandi á tuttugustu öld. Johan Rönning starfaði næstu sjö árin sem stjórnandi hjá Júlíusi Björnssyni, einum stærsta rafverktaka landsins á þeim tíma. Þann 1. júlí 1933 fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem löggiltur rafvirkjameistari.
Fyrirtækið Johan Rönning varð fljótt eitt stærsta rafverktakafyrirtæki landsins, með yfir fimmtíu starfsmenn. Á næstu þrjátíu árum útskrifaði það á milli fimmtíu og sextíu rafvirkja, fleiri en nokkurt annað fyrirtæki á þeim tíma. Johan Rönning var meðal helstu brautryðjenda rafmagnsvæðingar Íslands og kom að fjölda mikilvægra framkvæmda. Hann hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 1974 fyrir störf sín á sviði rafmagnsmála.
ronning.is
Staðsetningar

Johan Rönning
Reykjavík
Opið er virka daga: 07:30 til 17:00
Lokað um helgar

Johan Rönning
Kópavogur
Opið er virka daga: 07:30 til 17:00
Lokað um helgar



Johan Rönning / Vatn og veitur / Sindri
Reykjanesbær
Opið er virka daga: 07:30 til 17:00
Lokað um helgar



Johan Rönning / Vatn og veitur / Sindri
Selfoss
Opið er virka daga: 07:30 til 17:00
Lokað um helgar


Johan Rönning / Sindri
Reyðarfjörður
Opið er virka daga: 08:00 til 17:00
Lokað um helgar


Johan Rönning / Sindri
Grundartangi
Opið er mán - fim: 08:00 til 16:00. Fös: 08:00 - 14:00
Lokað um helgar

