Fagkaup
English
Sækja um reikningsviðskipti
Karfan þín er tóm
Vörur

Lagerstaða:

Til í birgðum

Tækniupplýsingar:

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: 530100

eNet Server er valkostur við eNet kerfið. Hægt er að nota eNet án hans en það sem hann gefur aukalega er möguleiki á að forrita allt kerfið gegnum hugbúnað og einnig þann möguleika að stýra öllu kerfinu gegnum PC, Apple eða Android búnað s.s. snjallsíma. Hægt að búa til senur og raða saman hópum gegnum hugbúnaðinn. eNet Server má segja að sé stóri bróðir af Mobile Gateway, en bæði Server og Gateway eru gáttir að snjalltækjum.

Server gefur hinsvegar mun fleiri möguleika. Hægt er sem dæmi að stýra mun fleiri einingum, hægt að forrita mun fleiri senur, og þá er hægt að búa til aðgerðir, s.s. að klukkan ákveðið eigi útiljós að kvikna, eða svokallaðar if/then aðgerðir. Þá er hægt að útbúa travel senur þannig að þú getur með einföldum hætti sett af stað ferðasenu ef farið er t.d erlendis og þá kveikir og slekkur kerfið eins og einhver sé heima til að fæla burtu óæskilegan umgang. Þá býður Server einnig uppá að hægt sé að stýra hitakerfum gegnum eNet en GIRA og Tado° sem er framleiðandi á hitastillum eru í samstarfi og því hægt að stýra hita sé búnaður frá Tado°.